Magni hársbreidd frá sæti í Inkasso-deildinni – Völsungur er í 5. sæti

Gengi Geisla úr Aðaldal betra en í fyrra

0
539
Lið Magna á Grenivík

Knattspyrnulið Magna frá Grenivík er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni næsta sumar og þarf aðeins tvö stig til viðbótar úr tveimur lokaumferðunum í 2. deildinni til að trygga sætið i Inkassó-deildinni (næst efstu deild) á næstu leiktíð. Njarðvík er í 1. sæti með 44 stig og er þegar búið að trygga sér sæti í Inkassó-deildin á næstu leiktíð, en Magnamenn eru í 2. sæti með 39 stig og hafa fræðilega möguleika á því að fara upp fyrir Njarðvík, tapi Njarðvík báðum sínum leikjum og Magni vinni báða sína leiki.

Magnamenn gerðu 3-3 jafntefli við Hött á útivelli í gær og þeir eiga eftir heimaleik gegn Vestra laugardaginn 16. september kl 14:00 og geta með sigri tryggt sætið í Inkasso-deildinni. Lokaleikur Magna er síðan útileikur gegn Víði í Garði laugardaginn 23. september. Magni hefur 5 stiga forstkot á Víði og er með betri markatölu, en Víðir er eina liðið sem getur hirt Inkasso-deildarsætið af Magna og því ljóst að mikið er undir fyrir Magnamenn næstu tvo laugardaga. Staðan í 2. deild

Völsungar unnu Sindra 5-3 á heimavelli í gær og eru sem stendur í 5 sæti 2. deildar. Ljóst er að lið Völsungs mun spila áfram í 2. deild á næstu leiktíð enda orðið öruggt að liðið fellur ekki um deild. Völsungar eiga eftir útileik gegn Tindastóli og heimaleik gegn Njarðvík. Völsungar geta best náð 3. sætinu í deildinni, verði úrslit í öðrum leikjum þeim hagstæð. Gengi Völsungs í sumar.

Gengi Geisla úr Aðaldal í D-riðli 4 deildarinnar í sumar var mun skárra en í fyrra, en þá töpuðust allir leikirnir. Keppni í D-riðli er lokið og varð Geisli í 6. sæti af 8 liðum með 11 stig. Geilsamönnum tókst að vinna þrjá leiki í sumar og gerðu tvö jafntefli, en aðrir leikir töpuðust. D-riðill 4 .deildar 

Geisli úr Aðaldal