Magni á Grenivík spilar 100 ára afmælisleik í kvöld

0
313

Íþróttafélagið Magni á Grenivík fagnar 100 ára afmæli sínu í dag en félagið var stofnað 10. júlí árið 1915. Magni mætir Berserkjum í 3. deild karla í knattspyrnu klukkan 20:00 í kvöld. Magnamenn hafa verið í stuði í 3. deildinni í sumar en þeir hafa unnið sjö af átta leikjum sínum og eru langefstir. Fótbolti.net segir frá.

Leikurinn í kvöld er fyrsti leikurinn á Grenivík í sumar en liðið hefur spilað heimaleiki sína á Akureyri hingað til þar sem Grenivíkurvöllur kom illa undan vetri.

Haldið verður upp á 100 ára afmælið á leiknum í kvöld sem og helgina 14.-16. ágúst þegar afmælisveislan verður formlega haldin á sama tíma og Grenivíkurgleði fer fram.

Fótbolti.net