Lýðræðið endurheimt

0
116

Sigurður Haraldsson mótmælandi endurheimti “Lýðræðið”, skiltið sem hefur verið hans einkennismerki undanfarin ár í vikunni, en lögregluyfirvöld gerðu skiltið upptækt þegar Sigurður var handtekinn vegna rúðubrots í Dómkirkjunni við setningu Alþingis 9. september sl. Þar var hann að mótmæla ásamt hópi fólks fyrir utan Alþingshúsið. Sigurði var sleppt að lokinni yfirheyrslu sama dag. “Þetta var óviljaverk og ég mun greiða fyrir rúðuna” sagði Sigurður í spjalli við 641.is.

Sigurður Haraldsson endurheimti Lýðræðið í vikunni
Sigurður Haraldsson endurheimti Lýðræðið í vikunni

 

“Þar sem skilltið var notað þann 9. september til að banka á glugga Dómkirkjunar, því ég náði ekki upp í gluggann vegna axlarmeiðsla, varð til þess að rúðan sprakk. Ég vil taka það skýrt fram að um algert óviljaverk var að ræða og aldrei neinn vafi í mínum huga að rúðuna mun ég borga” bætti Sigurður við.

 

Sigurður endurheimti “Lýðræðið” eftir nokkuð þóf við lögregluyfirvöld, en að sögn Sigurðar hlýtur það að hafa verið álitið mjög hættulegt vopn fyrst það var gert upptækt og ekki skilað fyrr.

 

Ætlar að stofna nýtt afl

Nýtt upphaf mun aflið heita sem ég ætla að stofna hér á landinu gegn fjórflokknum. Kærleikur og samkennd verða einkunnarorð aflsins.

Það er komið gott af þessum sjálftöku flokkum á þinginu. Ég er að biðla til samlanda minna sem þora með í nýtt upphaf gegn flokksræði. Megin áhersla verður lögð á jöfnun auðæfa okkar með þak á laun og lögfesta lágmarks framfærslu. Sameina lífeyrissjóði í einn til tvo sjóði með stjórnunarþáttöku almennings, afnám verðtryggingar+þak á vexti og banna kennitöluflakk. Uppstokkun í dómskerfinu með aukna áherslu á réttláta dómsmeðferð. Kynferðis afbrotamenn sleppa með allt of væga dóma svo eitthvað sé nefnt. Sigurður vill sjá stór aukningu í ávaxta og ylrækt og stöðva stóriðjustefnuna. Aukin áhersla á aðra orkugjafa en olíu eins og td. metan, vetni, sól, lífrænnt ræktaðan lífdísil, vindorku og sjávarföll. Sjáumst í haust þegar alvöru bylting hefst.

Því er við þetta að bæta að Sigurður Haraldsson er ný fluttur suður til Reykjavíkur og ætlar sér sérstaklega að taka á málunum með þeim sem þora.