Loksins

0
115

Útskriftarnemendur Listnámsbrautar í Verkmenntaskóla Akureyrar bjóða þér á sýninguna „Loksins“ sem haldin verður í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri helgina 20. og 21. apríl næstkomandi. Húsið verður opið frá klukkan 14.00-17.00 báða dagana.

7709_4683925092633_1234489445_n

Nemendurnir sem eru 21 talsins munu hver og einn sýna lokaverkin sín sem þeir hafa verið að vinna að síðan í byrjun skólaannar. Verkin eru mjög fjölbreytt og hvetjum við ykkur eindregið til að kíkja til okkar.
Frír aðgangur er á sýninguna og mun verða boðið uppá heitt kakó og bakkelsi.
Þar sem engin kynding er í húsinu ráðleggjum við öllum að koma vel klæddir til að geta notið sýningarinnar til fulls.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Útskriftanemar Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri.