Lokaúttekt á Hótel Laxá gerð í dag

Takmarkanir á fjölda ferðamanna hugsanlegar í sumar

0
332

Í dag var gerð svokölluð lokaúttekt á hótel Laxá í Mývatnssveit, þar sem meðal annars byggingarfulltrúi, fulltrúi slökkviliðs, heilbrigðiseftirlits og fleiri tóku byggingu hótelsins út. Hluti af því var að taka sýni úr skólphreinsunarstöðinni. Frá þessu segir á rúv.is í kvöld.

Komi í ljós að sýnin séu menguð af skólpi í meiri mæli en leyfilegt er, verða gerðar kröfur um úrbætur. Verði þær ekki gerðar, mun koma til skerðingar á starfsleyfi hótelsins.

Ef ríkið ræðst ekki í fjármögnun nýs fráveitukerfis í Mývatnssveit, mun heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra takmarka fjölda ferðamanna í sveitinni. Starfshópur sem fyrrverandi umhverfisráðherra Sigrún Magnúsdóttir skipaði, lagði það til síðasta sumar að ríkið kæmi að fjármögnun skólphreinsikerfis í sveitinni og bíður heilbrigðiseftirlitið nú eftir niðurstöðu í því máli.

Lesa nánar á rúv.is