Lokasýningar á ,,Í beinni,, í Breiðumýri.

0
86

Um helgina verða síðustu sýningar á  nýja leikverkinu eftir Hörð Þór Benónýsson ,,Í beinni,,  þar hljóma 11 ný lög eftir Jaan Alavere við texta eftir Hörð. Jaan og Pétur Ingólfsson sjá um tónlistarstjórn, lögin eru leikin af hljómsveit sem er skipuð Jaan, Pétri, Elvari Baldvinssyni og Hirti Hólm Hermannssyni. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir.

Leikarar eru alls 25 og á öllum aldri, má þar nefna gamalreynda leikara eins og  Jón Fr. Benónýsson, Freydís Anna Arngrímsdóttir, Ólafur Ólafsson, Jóhanna Magnea Stefánsdóttir, Hlynur Snæbjörnsson og Þorgerður Sigurgeirsdóttir svo eru 19 ungir og efnilegir leikarar á framhaldsskólaaldri. Ljósameistari er Óttar Jósefsson.  Þá eru ótaldir allir þeir sem eru ,,fólkið á bakvið tjöldin,,  og hafa lagt hönd á plógin við allan undirbúning, smíði leikmyndar, förðun og fleira.  Allir hafa lagt mikið á sig við undirbúning og æfingar eftir áramótin og fórnað ýmsu fyrir listina.

leikarar að farða sig og undirbúa
leikarar að farða sig og undirbúa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sýningar hafa gengið mjög vel, nú hafa um 700 manns séð sýninguna, en um helgina er allra síðasti möguleiki til að bætast í þann hóp.

Sýningar verða í Breiðumýri Föstudaginn  9. maí kl 20:30 og LOKASÝNING Laugardaginn 10. maí kl 16:00.

þessi er í afslöppun fyrir sýningu
þau eru  í afslöppun fyrir sýningu

 

 

 

 

 

upphitun rétt áður en sýning hefst
svo er það bara upphitun stuttu fyrir sýningu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Boðið er uppá hin sívinsæla ,,Dalakofatilboð,, sem er þá matur í Dalakofanum og miði á sýningu,  og svo eru kvenfélagskonur auðvitað með til sölu ilmandi vöfflur á staðnum. Miðasala í síma 618-3945 og á leikdeild@leikdeild.is