Lokanir á vegum Norðaustanlands

0
91

Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir lokað leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla vegna umbrotanna undir Dyngjujökli. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegum við Dettifoss hefur einnig verið lokað. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er opin og sömuleiðis brúin yfir Jökulsá á Norðausturvegi (85) í Öxarfirði. Hægt er að sjá þessar lokanir á myndinni hér fyrir neðan. Vegagerðin

Vegir innan skyggðu svæðanna eru lokaðir
Vegir innan skyggðu svæðanna eru lokaðir