Lokað í 25 km fjar­lægð frá gosi

0
119

Rík­is­lög­reglu­stjóri og lög­reglu­stjór­arn­ir á Húsa­vík, Seyðis­firði og Hvols­velli, í sam­vinnu við full­trúa Vatna­jök­ulsþjóðgarðs hafa end­ur­skil­greint hættu- og lok­un­ar­svæði norðan Vatna­jök­uls vegna um­brot­anna í Bárðarbungu og Holu­hrauni. Einnig hafa þær regl­ur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið end­ur­skil­greind­ar. Svæðið er enn lokað öll­um nema þeim sem hafa til þess sér­stök leyfi og hafa þær regl­ur verið hert­ar í ljósi nýs hættumats Veður­stofu Íslands og Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands. Frá þessu segir á mbl.is

Lokanir 17 okt
Hættusvæðið 17. október

Á grund­velli hættumats­ins, þar sem horft er til gasmeng­un­ar frá eld­gos­inu í Holu­hrauni og mögu­legu sprengigosi með gjósku­falli og jök­ul­hlaup­um frá Dyngju­jökli eða Bárðarbungu, hef­ur al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra ákveðið eft­ir­far­andi skil­grein­ing­ar á hættu- og lok­un­ar­svæðum.

Lok­un­ar­svæði

Vegna gasmeng­un­ar frá eld­gos­inu í Holu­hrauni skal um­ferð tak­mörkuð í 25 km fjar­lægð frá aðal gos­gígn­um. Sam­kvæmt hættumati Veður­stof­unn­ar er um 90% lík­ur að inn­an þess svæðis geti verið vara­sam­ar eða hættu­leg­ar loft­teg­und­ir. Auk þess skal, vegna mögu­legs jök­ul­haups, tak­marka um­ferð um slóðir sem liggja í flóðafar­vegi Jök­uls­ár á Fjöll­um. Hætta er á tölu­verðu ösku­falli inn­an þessa svæðis ef eld­gosið nær und­ir Dyngju­jök­ul ( >10 cm). Nýj­ar regl­ur um aðgang að svæðinu taka gildi sam­hliða til­kynn­ingu um end­ur­skil­greint lok­un­ar­svæði.

Hættu­svæði

Hættu­svæði er skil­greint sem það svæði þar sem um helm­ings­lík­ur eru á að óholl loft­gæði geti mynd­ast, eða í um 60 km fjar­lægð frá gosstöðvun­um í Holu­hrauni. Auk þess eru flóðfar­veg­ir eft­ir­tal­inna vatns­falla á há­lendi inn­an svæðis­ins: Skjálf­andafljót, Kalda­kvísl, Sveðja, Sylgja og Tungnaá.

Mest­ar lík­ur eru tald­ar á að hlaup­vatn vegna eld­goss í Bárðarbungu fari í Jök­ulsá á Fjöll­um, en ekki er úti­lokað að það fari til vest­urs. Inn­an hættu­svæðis­ins er hætta á að lenda í miklu ( >5 cm) ösku­falli ef eld­gos verður und­ir jökli. Um­ferð um hættu­svæðið er ekki bönnuð, en fólk er hvatt til þess að sýna sér­staka ár­vekni og fylgj­ast vel með til­kynn­ing­um sem kunna ber­ast í gegn­um farsíma eða út­varp.

Í til­kynn­ingu frá al­manna­varn­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra er minnt á að gott sé að gefa upp ferðaáætl­un og skilja eft­ir hjá aðilum sem geta gefið upp­lýs­ing­ar til yf­ir­valda ef breyt­ing­ar verða á eld­virkn­inni og vá vof­ir yfir. Því nær sem farið er lok­un­ar­svæði, því meiri lík­ur eru á að lenda í mik­illi gasmeng­un og ösku­falli ef eld­gos nær und­ir Dyngju­jök­ul. Spár um hvar gasmeng­un­ar er að vænta eru birt­ar á vef Veður­stofu Íslands. www.ved­ur.is

Gasmeng­un – er hægt að verj­ast með gasgrím­um og sér­stök­um mæl­um, sem nema brenni­steins­díoxíð (SO2) og geta gefið viðvar­an­ir. Lendi fólk í mikl­um gastopp­um er það hvatt til þess að leit skjóls í fjalla­skála eða inni í bif­reið.

Gjósku­fall – get­ur haf­ist fyr­ir­vara­laust og erfitt eða óger­legt get­ur verið að rata eða kom­ast leiðar sinn­ar í miklu gjósku­falli. Ef fólk er utan svæða þar sem flóð eru tal­in lík­lega er það hvatt til þess að halda kyrru fyr­ir og láta vita af sér. Ryk­grím­ur og þétt gler­augu geta hjálpað til. Eld­ing­ar geta fylgt gjósku­mekki.

Jök­ul­hlaup – Ef til­kynn­ing um eld­gos í jökli berst, er mik­il­vægt að forða sér án taf­ar af flóðasvæðum. Var­ist að þvera flóðasvæði. Aflið upp­lýs­inga eins og hægt er um hvar eld­gosið er og þá hvort þið eruð á ör­uggu svæði.

Ferðfólk er beðið að hafa sér­stak­ar gæt­ur á öll­um breyt­ing­um eða óvenju­leg­um at­b­urðum í nátt­úr­unni: Jarðskjálft­um, breyt­ing­um á vatns­föll­um, drun­um, sprung­um í jörðu eða á yf­ir­borði jökla eða öðru sem kann að vekja eft­ir­tekt. Mik­il­vægt er að til­kynna allt slíkt til Veður­stofu Íslands.