Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur

0
308

 

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, 30 ára, en ekkert hefur spurst til hennar síðan á mánudagskvöld.

Talið er líklegt að Ílóna, sem er um 170 sm á hæð með dökkt axlarsítt hár, hafi verið á austurleið frá Akureyri til Húsavíkur á mánudagskvöld. Lögreglan biðlar því til vegfarenda sem voru á þeirri leið kl. 19:20-21:00 að hafa samband við lögreglu í síma 112 geti þeir gefið upplýsingar eða telji sig hafa orðið varir við ferðir Ílónu.

 

Uppfært 12:10

Ílóna er sem betur fer komin fram heil á höldnu.