Ljósleiðari í Þingeyjarsveit – kynningarfundur á þriðjudagskvöld

0
231

Kynningafundur um lagningu ljósleiðara í Þingeyjarsveit verður haldinn í Ýdölum þriðjudaginn 21. júní kl. 20:00. Tilboð í ljósleiðaratengingu í Þingeyjarsveit voru opnuð þann 31. maí s.l. og samþykkti sveitarstjórn að taka tilboði Tengis hf. Stefnt er á 150 tengingar á þessu ári. Samkvæmt tilboði skal verkefninu að fullu lokið í árslok 2018. Á næstu misserum mun því heimilum, fyrirtækjum og stofnunum í Þingeyjarsveit standa til boða að tengjast ljósleiðaraneti.

Unnið við lagningu ljósleiðara.Mynd: Lárus Björnsson.
Unnið við lagningu ljósleiðara.Mynd: Lárus Björnsson.

 

Haraldur Benediktsson alþingismaður og formaður stjórnar Fjarskiptasjóðs mun ávarpa fundinn. Þá mun Steinmar H. Rögnvaldsson, fulltrúi Tengis hf. ásamt fulltrúum sveitarstjórnar kynna verkefnið.

Íbúar eru hvattir til að mæta til fundar og kynna sér málefnið. Í framhaldinu verða fleiri kynningarfundir haldnir, á Breiðumýri, á Stórutjörnum og í Kiðagili, nánar auglýst síðar.