Ljósleiðari í Þingeyjarsveit – kynningarfundir

0
130

Tilboð í ljósleiðaratengingu í Þingeyjarsveit voru opnuð þann 31. maí s.l. og samþykkti sveitarstjórn að taka tilboði Tengis hf. Stefnt er á 150 tengingar á þessu ári. Samkvæmt tilboði skal verkefninu að fullu lokið í árslok 2018.

Unnið við lagningu ljósleiðara.
Unnið við lagningu ljósleiðara.

Á næstu misserum mun því heimilum, fyrirtækjum og stofnunum í Þingeyjarsveit standa til boða að tengjast ljósleiðaraneti.

Kynningafundir um lagningu ljósleiðara í Þingeyjarsveit verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

í Félagsheimilinu Breiðumýri, þriðjudaginn 12. júlí kl. 20:00
í Kiðagili Bárðardal, miðvikudaginn 13. júlí kl. 20:00
í Stórutjarnaskóla, fimmtudaginn, 14. júlí kl. 20:00
 

Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Tengis hf. mun kynna verkefnið.

Íbúar eru hvattir til að mæta til fundar og kynna sér málefnið.