Ljósleiðari í Mývatnssveit

0
172

Símafélagið hefur nú lokið uppbyggingu á dreifikerfi fyrir háhraða netþjónustu yfir ljósleiðara í Reykjahlíð í Mývatnssveit.   Heimili og fyrirtæki á svæðinu standa þar með fyllilega jafnfætis höfuðborgarsvæðinu og Akureyri hvað varðar aðgang að háhraða nettengingum.

Símafélagið
Símafélagið

 

Með ljósnetinu margfaldast sá hraði sem stendur til boða.

 

Eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan er hraðaaukningin veruleg eða allt að fjórföld til notanda og hvorki meira né minna en tuttugu og fimmföld frá notanda.  Það er gífurleg breyting frá því sem áður var og býður upp á ýmsa nýja möguleika til framtíðar.     Má líkja því við að lögð sé fjögurra akgreina hraðbraut þar sem áður var einbreiður vegur.

  Til notanda  (Mbit/s) Frá notanda (Mbit/s)
ADSL (núverandi) 12 1
Ljósnet 50 25
  4x 25x

 

Stefnt er að því að bjóða upp á stafræna sjónvarpsþjónustu yfir ljósnetið og standa vonir til þess að slík þjónusta standi til boða á næstu vikum.   Verður með því unnt að nálgast dagskrá innlendra og erlendra sjónvarpsstöðva yfir ljósnetið gegnum myndlykil í bestu mögulegu myndgæðum.   Samhliða er áætlað að bjóða upp á háskerpu sjónvarp og myndbandaleigu.

Með lagningu þessa ljósnets er stigið stórt skref í þá átt að færa fjarskipta innviði Mývatnssveitar í fremstu röð meðal sveitarfélaga á Íslandi.

Allar nánari upplýsingar veitir starfsfólk Símafélagins í síma 415-1500  Fréttatilkynning.