
Eins og fólk hefur heyrt i dag er Víkurskarð lokað, ásamt Dalsmynni og Ljósavatnsskarði. Ófært varð í dag meðfram Ljósavatninu. Stór fluttningabíll sem var með rör fyrir borinn á Þeystareykjum, ók inní skafl, við að mæta minni bíl rétt vestan við Litlutjarnir, en Vilhjálmur Jón Valtýsson ( Brói í Birkimel ) náði honum lausum og hélt treilerinn áfram leið sinni, en þetta er sami bílinn og var fastur upp á Víkurskarði í nótt. Vegagerðin bað svo Bróa að fara um Ljósavatsskarðið til að athuga hvort bíla sætu fastir og Brói hjálpaði nokkrum sem voru í vanda staddir þ.á .m. voru í einum bíl karlmenn sem eingöngu voru á skyrtunum. Í Stórutjarnaskóla eru komnir 6 ferðamenn, 4 spánverjar og 2 íslendingar. Þau fá að gista í skólanum. Hellt var uppá kaffi í dag handa þeim og svo fá þau að bjarga sér sjálf með brauð, álegg, mjólk og annað sem finna má í ísskápnum í mötuneytinu.
Vonandi komast allir sinna ferða á morgun.