Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar

0
248

Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagasambands Íslands, efnir til ljóðasamkeppni á 70 ára afmælisári. Þema keppninnar er KONA. Ljóðasamkeppnin er öllum opin. Skilafrestur er til 20. september 2019 – Ljóð skulu send til Húsfreyjunnar Hallveigarstöðum Reykjavík.

Greint verður frá niðurstöðum keppninnar og verðlaun veitt í nóvember. Verðlaunaljóðin verða birt í Húsfreyjunn iásamt umfjöllun um höfund.

Í dómnefnd keppninnar sitja: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókasafnsfræðingur Jónína Eiríksdóttir, bókasafnsfræðingur og verkefnisstjóri Kristín Linda Jónsdóttir, ritstjóri Húsfreyjunnar fyrrum bóndi í Aðaldal Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld og Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri Framkvæmdastjóri keppninnar er Guðrún Þóranna Jónsdóttir, formaður ritstjórnar Húsfreyjunnar.

Ljóðin skulu send í bréfpósti. Ljóðin á að merkja með dulnefni og einnig þarf í sama bréfi að vera lokað umslag merkt með sama dulnefni sem inniheldur nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang höfundar. Utanáskriftin er: Húsfreyjan – ljóðasamkeppni- Hallveigarstöðum Túngötu 14 101 Reykjavík

Endilega grípið tækifærið og takið þátt!