Lífland tekur yfir rekstur Bændaþjónustunnar

0
129

Lífland hefur tekið yfir rekstur Bændaþjónustunnar í Skagafirði af Eymundi Þórarinssyni, sem rekið hefur fyrirtækið um árabil. Auk starfsemi Bændaþjónustunnar í Varmahlíð og þjónustu við bændur í Skagafirði hefur verið starfrækt verslun á Blönduósi undir styrkri stjórn Hávarðar Sigurjónssonar. Bændaþjónustan verður rekin áfram í óbreyttri mynd á Blönduósi og í Skagafirði.

Merki LíflandsVerslanir Líflands eru í dag á tveimur stöðum, á Lynghálsi 3 í Reykjavík og á Lónsbakka Akureyri. Fyrirtækið mun halda versluninni að Efstubraut 1 á Blönduósi óbreyttri og reka áfram undir merkjum Bændaþjónustunnar.

Verslunin mun starfa þar áfram undir stjórn Hávarðar Sigurjónssonar og þjóna íbúum svæðisins og öðrum sem þangað leita.

Eymundur mun áfram sinna sinni góðu þjónustu í Skagafirði og njóta stuðnings öflugs ráðgjafateymis á landbúnaðarsviði Líflands.

Bændaþjónustan hefur skapað sér nafn fyrir skjóta og góða þjónustu og umsvif fyrirtækisins hafa aukist talsvert á síðustu árum. Með tilkomu Líflands gefst Bændaþjónustunni nú tækifæri til að efla enn sína starfsemi á svæðinu og tryggja bændum fjölbreytt vöruúrval og framúrskarandi þjónustu. Þjónusta fyrirtækisins mun sem fyrr segir að mestu haldast óbreytt á svæðinu, en ganga má að því vísu að vöruúrvalið í versluninni taki einhverjum breytingum.

Allar nánari upplýsingar veita eftirtaldir:

Eymundur Þórarinsson, Bændaþjónustan Saurbæ | s. 892-8012
Hávarður Sigurjónsson, Bændaþjónustan Blönduósi | s. 895-4307
Sigurður Sæberg Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Líflands | s. 540-1109 | sigurdurs@lifland.is