Líf og fjör í Fnjóskadal

0
243

Tjaldstæðin í Vaglaskógi og Systragili hafa opnað fyrir ferðafólki, þar er aðstaðan mjög góð.

Verslunin í Vaglaskógi var opnuð með nánast engum fyrirvara laugardaginn 7. júní. Enginn hafði sóst eftir að taka reksturinn á leigu í sumar, en á föstudaginn gátu Dælissystkin ekki hugsað sér Skóginn án Skógarsjoppunnar og ákváðu því að standa vaktina í sumar. Fjölskyldan tók sig til, standsettu búðina og versluðu inn vörur og á laugardaginn var ísvélin komin í gang og mun mala í allt sumar. Það eru þau Steinþór og Sigríður Árdal sem sjá um reksturinn. Ekki má gleyma öllum fallegu gönguleiðunum sem eru merktar í Vaglaskógi og trjásafninu.

vinalegur staður
vinalegur staður

 

 

 

 

 

 

 

Katrín Hólmgrímsdóttir og Steinþór Árdal afgreiða ís.
Katrín Hólmgrímsdóttir og Steinþór Árdal afgreiða ís.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uglan kaffihús sem rekin er í gamla skólahúsinu í Skógum, var opnuð um helgina, þar er hægt að fá heimabakað brauð og kökur alla dag, þar er lögð áhersla á ,,Matur úr héraði,, t.d. reyktan silung, krydd, jurtate, rabbabarasaft og rabbabaraköku. Frá kaffihúsinu er einnig hægt að fylgjast með framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

 

 

 

 

 

 

 

Golfvöllurinn í Lundi eða Lundsvöllurinn var einnig opnaður um helgina þar er opið frá 10:00 á morgnana, en eftir að skálinn sjálfur lokar, er hægt að koma og greiða golfgjaldið í posa í forstofunni þannig að fólk getur spilað golf langt frameftir í kvöldsólinni ef því er að skipta. Í skálanum er alltaf hægt að fá sér kaffi, bakkelsi og fleira. Sundlaugin á Illugastöðum verður svo að öllum líkindum opnuð á föstudaginn. Bjarmavöllur sem er við austurenda Fnjóskárbrúar,  í afar fallegu umhverfi, er leigður út til hópa og hægt að hafa samband í netfangið birnada@simnet.is