Lið Framhaldsskólans á Laugum áfram í Gettu betur

Mæta MH í næstu umferð

0
368

Gettu betur lið Framhaldsskólans á Laugum vann lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum 17-12 í fyrstu umferð Gettu Betur sem fram fór á Rás2 í gærkvöld. keppendur. Eyþór Kári Ingólfsson, Gabríel Ingimarsson og Guðrún Gísladóttir skipuðu lið FL. Lið Framhaldsskólans á Húsavík er úr leik eftir tap fyrir Fjölbrautarskóla Garðabæjar 38-18

 

Búið er að draga í aðra umferð og dróst lið Framhaldsskólans á Laugum gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Viðureignin fer fram þriðjudaginn 16. janúar á Rás2 kl 19:23.