Leikdeild Eflingar í Reykjadal – Skilaboðaskjóðan

Frumsýnd á föstudagskvöldið

0
608
Frá æfingu á Skilaboðaskjóðunni

Nú er að hefjast lokaspretturinn hjá Leikdeild Eflingar á verkinu Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson með tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson, en það verður frumsýnt föstudagskvöldið 31. mars kl 20:00 á Breiðumýri í Reykjadal.

Leikstjóri er Hörður Þór Benónýsson og tónlistarstjóri Pétur Ingólfsson.

Að venju taka margir þátt í verkinu bæði gamalreyndir leikarar hjá félaginu í bland við minna reynda og þó nokkra sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Leikarar eru 18, 4 manna hljómsveit auk þeirra mörgu sem koma að sýningunni með öðrum hætti. Verkið er barna- og fjölskyldusýning og er þetta í fyrsta sinn sem Efling setur upp þess háttar sýningu.

Frá æfingu

Eins og svo oft áður verða kvenfélagskonur með kaffi og vöfflur á sýningum og sannkölluð kaffihúsastemning á Breiðumýri og verður enginn svikinn af því að kíkja í leikhús þangað.

Einnig býður Dalakofinn upp á sérstakt leikhústilboð í tengslum við sýninguna.  Af þessu má sjá má að leiksýning sem þessi hefur margvísleg áhrif inn í sveitarfélagið.

Félögum í Framsýn gefst kostur á að kaupa afsláttarmiða hjá félaginu áður en þeir fara á leiksýningu.

Miðapantanir eru í síma 618-3945 eða á leikdeild@leikdeild.is

Frumsýning 31. mars kl. 20:00

  1. sýning 1. apríl kl. 16:00
  2. sýning 5. apríl kl. 19:00
  3. sýning 7. apríl kl. 20:00
  4. sýning 8. apríl kl. 16:00

Athugið takmarkaður sýningarfjöldi.

Frá æfingu