Leiðsögunám 2013-2014

0
84

Mikil eftirspurn er eftir menntuðum leiðsögumönnum í kjölfar fjölgunar ferðamanna til landsins. Símenntun Háskólans á Akureyri vill leggja sitt að mörkum til að bregðast við því og býður leiðsögunám, í samstarfi við Leiðsöguskólann í MK, Samtök ferðþjónustunnar og SBA-Norðurleið, veturinn 2013-2014.

Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Akureyri

Leiðsögunámið er víðfeðmt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni.
Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða sambærilegt nám og þurfa nemendur að standast munnlegt inntökupróf, sem haldið verður í byrjun júní, á því tungumáli sem þeir hyggjast leiðsegja á. Kennt verður þrjú kvöld í viku auk þess verða farnar vettvangs- og æfingaferðir.

Umsóknafrestur er til 31. maí – www.unak.is/simenntun

Upplýsingar um námið gefur Elín Margrét Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri