Leiðrétting vegna fréttar um skuldahlutfall og veltufé Þingeyjarsveitar

0
54

Vegna fréttar RÚVTíu sveitarfélög fá aðvörunarbréf“ og frétt 641.is frá því í morgun þar sem fjallað er um Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og ársreikninga síðasta árs, 2013 þá vil ég koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu þar sem ekki var farið rétt með í fréttinni.

Þingeyjarsveit stærra

Í fyrsta lagi þá segir:

Þá kemur einnig í ljós að Reykjanesbær, Vogar, Borgarbyggð, Stykkishólmsbær, Þingeyjarsveit og Fljótsdalshérað skulda yfir 150 prósenta af tekjum, en það eru mörkin sem eru sett í sveitarstjórnarlögum.“

Þetta er rangt, skuldahlutfall Þingeyjarsveitar árið 2013 var 66,3%

 

Í öðru lagi segir:

„Vandi sveitarfélaganna er misjafn. Þegar rýnt er í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningum 2012 kemur þó í ljós að hjá öllum tíu sveitarfélögunum var hlutfall veltufjár frá rekstri undir meðaltali, en veltufé er það sem sveitarfélög hafa til að framkvæma eða greiða niður skuldir. Hjá þremur sveitarfélögum var veltufé undir tekjum – í Vogum, Helgafellssveit og Þingeyjarsveit.“

Hér er allt í einu farið að tala um árið 2012 en á árinu 2013 var veltufé svo sannarlega ekki undir tekjum hjá Þingeyjarsveit.

Hins vegar er það rétt að Þingeyjarsveit er eitt af tíu sveitarfélögum sem fékk bréf frá eftirlitsnefndinni enda neikvæð rekstrarniðurstaða á árinu 2013. Svar við því bréfi var sent eftirlitsnefndinni á tilsettum tíma og engar athugasemdir hafa borist.

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit.

Frétt 641.is frá því í morgun