leiðrétt fréttatilkynning v/Þönglabakkamessu

0
229

Í fréttatilkynningu sem birtist hér 16.júlí s.l. um Messu að Þönglabakka var rangt farið með miðaverðið í Húna ll.

Messað verður á Þönglabakka í Fjörðum sunnudaginn 28. júlí klukkan tvö eftir hádegi. Kleinukaffi eftir messu.

Fyrir þau velja að fá far með Húna II þá leggur báturinn af stað frá Akureyri klukkan átta um morguninn, en frá Grenivík klukkan tíu.

Far með Húna II kostar 4.000kr. hvort sem farið er aðra leið eða báðar. Ekki er pláss nema fyrir 70 farþega og því er rétt að panta far tímanlega í síma Húna 848-4864 eða senda tölvupóst á netfangið steinipé@simnet.is.

Kristján Valur Ingólfsson, biskup , Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur þjóna í messunni. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, stýrir söng. Einsöng syngur Benedikt Kristjánsson, Gunnar Sigfússon leikur á trompet. Undir sálmasöng verður leikið á fótstigið ferðaharmoníum.

Þönglabakki. Mynd frá séra Bolla P. Bollasyni.