Laxveiði hófst í Laxá í gær – Fimm laxar veiddust fyrir hádegi

0
426

Laxá í Aðal­dal opnaði í gær þegar bænd­ur og ætt­ingj­ar frá Laxa­mýri veiddu svæðið fyr­ir neðan Æðarfossa. Að sögn Jóns Helga Björns­son­ar á Laxa­mýri þá veidd­ist ágæt­lega og urðu menn var­ir við tals­vert mikið af fiski. Sett var í átta laxa og náðist að landa fimm af þeim.

Það var syst­ir Jóns, Halla Bergþóra Björns­dótt­ir, sem fékk fyrsta lax­inn sem hún veiddi í Kistu­kvísl að vest­an og reynd­ist vera 90 cm hæng­ur. Hinir fjór­ir voru á bil­inu 80 til 87 cm lang­ir og voru að sögn Jóns bjart­ir og sér­stak­lega fal­leg­ir vor­lax­ar.

Að sögn Jóns var ein­göngu veitt fyr­ir neðan Æðarfossa í gærmorg­un en eft­ir há­degið var svo byrjað að veiða fyr­ir ofan. Sunna­nátt hef­ur verið ríkj­andi og við þær aðstæður geng­ur lax­inn frek­ar upp Æðarfossa og því verður spenn­andi að sjá hvað veiðist þar, en fyrstu lax­arn­ir sáust í Laxá kring­um 20. maí. Facebooksíða Laxá í Aðaldal

Jón Helgi Björnsson með góðan lax