Laxá í Aðaldal – Mikið líf en bara einn á land

0
202

Laxá í Aðaldal var opnuð í morgun og voru það Laxmýringar sem veiddu fyrsta morguninn neðan Æðarfossa að vanda. Fyrsti laxinn kom á land og slatti sást af fiski, en aðstæður voru erfiðar. Mikið vatn er í ánni.

Jón Helgi Björnsson með fyrsta lax sumarsins. Mynd: Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Jón Helgi Björnsson með fyrsta lax sumarsins. Mynd: Halla Bergþóra Björnsdóttir.

 

Veiðifréttavefurinn Vötn og veiði spjalliði við Jón Helga Björnsson sem var meðal þeirra sem opnuðu ána og hann sagði svo frá morgunvaktinni: „Fyrsti fiskurinn úr Laxá var tæplega 10 punda hrygna, tekin við Staurinn í Kistukvísl, á Snældu. Slæðingur sást af laxi og einn af stærri gerðinni. Talsvert hefur séðst af laxi fyrir neðan æðafossa á síðustu dögum, þá hefur frést af fiskum á Staðartorfu og Knútsstöðum.“

641.is hefur ekki haft sprunir af síðdegisveiðinni í Laxá. [scroll-popup-html id=”12″]

Vötn og veiði.is