Laugabíó sýnir myndina HVELLUR í kvöld

0
71

Heimildamyndin HVELLUR  verður sýnd í Laugabíói kl. 20.00 í kvöld í Þróttó.  Miðaverð er 1000 kr.  Sýningin er auglýst sem síðasta sýning á myndinni í Laugabíói, en ef einhverjir óska eftir aukasýningu verður það skoðað, að sögn sýningarstjóra Laugabíós.

Skjáskot úr myndinni Hvellur
Skjáskot úr myndinni Hvellur

Með sprengingunni tókst bændunum að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. 113 lýstu verkinu á hendur sér, 65 voru ákærðir. Samstaðan brást aldrei og aldrei kom fram hver sprengdi. Þessi uppreisn markaði upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.