Laufey Skúladóttir hannar og skreytir

0
310

Laufey Skúladóttir á Stórutjörnum er mikill listamaður, hún hefur sérhæft sig í hönnun á ýmsum fatnaði og fylgihlutum úr ull og notar með í skraut roð, leður og fleiri náttúruefni. En Laufey er líka mikill náttúruunnandi og gerir einnig mikið af allskynns skreytingum úr náttúruefnum.

ullarkrans með ljósum

 

Sólborg Steinþórsdóttir er hótelstjóri á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, en hún var eitt sinn hótelstjóri á Hótel Eddu á Stórutjörnum í all mörg ár, og kynntist hún þá Laufeyju. Í fyrra hafði Sólborg samband við Laufeyju og bað hana að gera ljósa-kransa úr hvítri ull og lyngi sem Laufey hefur framleitt í mörg ár. Sólborg var mjög ánægð með kransana sem hún fékk senda suður og bað svo Laufeyju að taka að sér öllu stærra verkefni núna, en það var að gera skraut fyrir hótelið og skreyta 8 jólatré og átti Laufey eingöngu að nota náttúruleg efni. Einnig gerði Laufey 2 ullarkransa með ljósum, 3 kransa úr lyngi, 58 stórar glerkrukkur og vasa og 60 borðskreytingar á tréplatta. Hönnunarvinnan hófst í haust, og þá var eftir að afla efnis. Allt efnið sem Laufey notar er fengið í Ljósavatnsskarði og Vaglaskógi má þar nefna: grjót, hreindýramosa, köngla, sortulyng, beitilyng, krækiberjalyng, bláberjalyng, einir og ullarepli. Úr þessu urðu stór glæsilegar skreytingar sem nú prýða þetta umhverfisvæna hotel. Laufey tók tvíburasystur sína Kristjönu, með sér suður til að fullklára skreytingarnar og var það gríðarlega mikil vinna. Þess má geta í lokin að þeir sem vilja eignast íslenskar náttúru-skreytingar geta haft samband við Laufeyju. En myndirnar tala sínu máli.

vasar með ullareplum, furu og könglum

jólasveinavísur, Jóhannesar úr Kötlum prýða trén

eitt af jólatrjánum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

plattar með lyngi og fleiru