Landsþing KÍ á Húsavík

0
288

38. landsþing Kvenfélaga-sambands Íslands var haldið á Fosshótel Húsavík dagana 12. – 14. október sl. Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga var gestgjafi landsþingsins sem bar yfirskriftina „fylgdu hjartanu”.

Á þinginu komu hátt í 200 kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum. Einnig voru framsöguerindi og pallborðsumræður um málefni hjartans og hjartaheilsu kvenna samkvæmt yfirskrift þingsins. Frá þessu segir á 640.is

Fv. Guðrún Þórðardóttir formaður KÍ, Mjöll Matthíasdóttir formaður Kvenfélagsambands Suður-Þingeyinga og Una María Óskarsdóttir sem gerð var að heiðursfélaga KÍ á þinginu.

Þá var fyrirlestur og fræðsla um verkefni Kvenfélagasambandsins „Vitundarvakning um fatasóun“ sem og fyrirlestur sinn um „jákvæð samskipti“ sem mun án efa efla kvenfélagskonur í sínum góðu verkum eins og segir í fréttatilkynningu.

Forseti Íslands tekur við gjöfinni

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti og ávarpaði landsþingið. Í ávarpi sínu minnti forseti á mikilvægt framlag kvenfélaga til félagslífs í landinu og þakkaði fyrir það starf. Guðni var leystur út með góðum gjöfum frá  KÍ og Kv.SÞ. Hér er Guðrún Þórðardóttir formaður KÍ að afhenda forsetanum svuntu sem ætti að koma að góðum notum við eldhússtörfin á Bessastöðum.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu.  Innan KÍ starfa 152 kvenfélög í 17 héraðs- og svæðasamböndum með um 4500 félaga.

Á undaförnum árum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- líknarstofnana og til annarra samfélagsverkefna.

Þar sem þingsetning fó fram þann 12. október á bleika daginn höfðu aðstandendur þingsins; Kvenfélagasamband Íslands og Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga ákveðið að styrkja sérstaklega við Bleiku slaufuna með kaupum á varningi bleiku slaufunnar sérstaklega fyrir hvern þingfulltrúa, sölu happdrættismiða og hvetja konur til að mæta í bleiku á þingsetninguna sem fór fram í Húsavíkurkirkju.

Fleiri myndir sem ljósmyndari 640.is tók í Húsavíkurkirkju þegar þingið var sett, í móttöku í Safnahúsinu og frá hádegisverði á Fosshótel Húsavík má skoða hér

Myndir Hafþór Hreiðarsson.