Landsnet hefur mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

0
191

Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi.

Sprengisandslína

 

Um er að ræða nýja 220 kV háspennulínu, frá tengistað við Langöldu á Landmannaafrétti að áætluðu tengivirki við Eyjadalsá vestan Bárðardals, og er heildarlengd hennar um 195 km. Þegar er gert ráð fyrir háspennulínu og vegi um þetta svæði í aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og einnig er gert ráð fyrir háspennulínu og vegi yfir Sprengisand í gildandi svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands til 2015. Samhliða línu yfir Sprengisand eru aðrar styrkingar nauðsynlegar í flutningskerfinu á kaflanum frá Blöndustöð að Fljótsdalsvirkjun.

 

 

 

Samhliða vinnur Vegagerðin að umhverfismati nýrrar hálendisleiðar yfir Sprengisand. Áhersla er lögð á að Sprengisandslína verði sem minnst sýnileg frá væntanlegri Sprengisandsleið.

Sameiginlegt opið hús Landsnets og Vegagerðarinnar verður 4. og 5. nóvember í Þingeyjarsveit og á Hellu. Sjá nánar hér

Sjá nánar í meðfylgjandi fréttatilkynningu og á heimasíðu Landsnets: http://landsnet.is/landsnet/upplysingatorg/frettir/frett/2014/10/29/Landsent-hefur-mat-a-umhverfisahrifum-Sprengisandslinu/

http://www.landsnet.is/library/Skrar/Verkefni/Verkefni/Sprengisandslina/Matsaaetlun_141029.pdf

http://www.landsnet.is/verkefni/verkefni/sprengisandslina/

Möguleg lega Sprengisandslínu frá Fremri Mosum að Eyjadalsá.  Leið A  er rauð, leið B er gul og leið C er blá. (Innrauð mynd, gróið  land er rautt). Svört lína sýnir  núverandi vegi.
Möguleg lega Sprengisandslínu frá Fremri Mosum að Eyjadalsá. Leið A er rauð, leið B er gul og leið C er blá. (Innrauð mynd, gróið land er rautt). Svört lína sýnir núverandi vegi.