Landsmótið heppnaðist vel í alla staði

0
85

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Formaður UMFÍ, sleit Landsmóti 50+ með formlegum hætti í íþróttahöllinni á Húsavík í dag. Helga Guðrún var virkilega ánægð og þakklát eftir Landsmótið sem heppnaðist vel í alla staði. Veðurfarið var hagstætt og keppendur og áhorfendur skemmtu sér vel á mótinu.

Gestir við setningaathöfnina
Gestir við setningaathöfnina

 

HSÞ vann til flestra verðlauna á mótinu, en Þingeyingar unnu alls 13 gull, 16 silfur og 7 brons (óstaðfestar tölur).

Á vef UMFÍ má sjá myndir og úrslit úr öllum keppnisgreinum.

Hér fyrir neðan má skoða viðtöl sem Rafnar Orri tók um helgina.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ

Aðalsteinn Árni Baldursson

Stígvélakastið