Landsmarkaskrá opnuð

0
424

Búið er að opna aðgang landsmarkaskrá á vefnum, en það er í fyrsta sinn sem hægt er að nálgast öll gildandi búfjármörk á netinu, en þau eru alls 14.700.  Vefurinn er þróaður af tölvudeild BÍ.  Þar er einnig að finna ýmislegt annað efni sem tengist mörkum s.s. fjallskilasamþykktir, litamerkingar varnarhólfa og fleira. Frá þessu er sagt á sauðfé.is

mörk

 

 

Slóðin er www.landsmarkaskra.is.  Vefurinn verður formlega opnaður innan tíðar en hann er samt sem áður kominn í loftið og allir sem málið varðar eru hvattir tíl að kynna sér hann.  Ábendingum og athugasemdum ber að skila til Ólafs Dýrmundssonar á netfangið ord@bondi.is,