Landsbjörg – Veglegur styrkur frá sauðfjárbændum

0
100

Landssamtök sauðfjárbænda færð í dag Slysvarnafélaginu Landsbjörg þriggja milljón króna styrk. Í bréfi frá samtökunum er fylgir styrknum segir að tilefni hans sé “ómetanlegt framlega björgunarsveitanna við leit og björgun sauðfjár í kjölfar óveðursins norðanlands 10.-11. september. Frá þessu er sagt á vef landsbjargar

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda afhenti Herði Má Harðarsyni, formanni SL styrkinn í höfuðstöðvum félagsins í Skógarhlíð í dag. Mynd: af vef Landsbjargar
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda afhenti Herði Má Harðarsyni, formanni SL styrkinn í höfuðstöðvum félagsins í Skógarhlíð í dag. Mynd: af vef Landsbjargar

 

Samtökin vonast til þess að styrkurinn nýtist SL til eflingar starfsemi félagsins á sviði leitar og björgunar í snjó.

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda afhenti Herði Má Harðarsyni, formanni SL styrkinn í höfuðstöðvum félagsins í Skógarhlíð í dag.