Landsbjörg 90 ára

0
367

Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt uppá 90 ár afmæli sitt 29. janúar. Undir merkjum Landsbjargar starfa þúsundir sjálfboðaliða í 93 björgunarsveitum, 33 slysavarnadeildum og 54 unglingadeildum. Björgunarsveitir um allt land buðu til afmælisfagnaðar í tilefni dagsins.
Björgunarsveitin Þingey sem verður 40 á næsta ári, var þar engin undantekning og bauð til kaffisamsætis að Melgötu kl.20:00. Gestir streymdu að uppúr átta, boðið var uppá sérstaka Landsbjargartertu. Vel yfir 30 gestir heiðruðu Björgunarsveitarfólkið með nærveru sinni. Klukkan 20:30 var bein útsending frá hátíðarstjórnarfundi Landsbjargar, þar ávarpaði m.a. forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir fundinn. Ákveðið hafði verið að allar deildir um allt land skyldu skjóta á loft hvítri sól kl. 21:00 niðurtalning var í gegnum talstöðvarkerfi til þess að allar sólirnar færu á loft á sama tíma.

Steinar Karl Friðriksson formaður Björgunarsveitarinnar Þingeyjar bauð gesti velkomna.

sól á lofti kl. 21:00 í Ljósavatnsskarði