Landkönnunarhátíð á Húsavík 20-23. október

0
225

Landkönnuðir og listamenn mætast á Húsavík dagana 20. til 23. október 2016 á hátíð þar sem geimferðir, myndlist, fjallaferðir, matur, heimskautamenning og ljóðlist renna saman í eitt. Heiðursgestur hátíðarinnar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og mun hann í lok hátíðarinnar veita Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, en er þetta annað árið sem verðlaunin eru veitt.

Kari Herbert
Kari Herbert

Aðal fyrirlesari hátíðarinnar í ár er geimfarinn Scott Parazynski, sem á að baki 5 geimferðir og hefur 7 sinnum farið í geimgöngu, auk þess að vera fyrsti og eini geimfarinn sem hefur náð tindi Everest fjalls.

Auk hans koma meðal annars fram rithöfundurinn Kari Herbert, en hún ólst upp meðal inúíta á norður Grænlandi, ævintýramaðurinn Mike Dunn, sem skipulagði leiðangur með Neil Armstrong og Sir Edmund Hillary á Norðurpólinn árið 1985, og Indversku Malik tvíburarnir, en þær eru yngstar til að hafa lokið því markmiði að ná hæstu tindum allra heimsálfa auk þess að fara á báða pólana.

Malik twins
Malik twins

Það er The Exploration Museum á Húsavík sem stendur að hátíðinni í samstarfi við Norðursiglingu. Unnið hefur verið að uppbyggingu safnsins síðan 2009 og var það formlega stofnað 2011. Á síðasta ári heimsóttu 3 Apollo geimfarar safnið ásamt fjölskyldu Neil Armstrong, og afhjúpuðu barnabörn Armstrong minnisvarða um æfingar afa síns hér á landi fyrir hina frægu ferð hans til Tunglsins.

Neil Armstrong, Mike-Dunn og Edmund Hillary
Neil Armstrong, Mike-Dunn og Edmund Hillary
Nokkrar tilvitnanir:
Örlygur Hnefill
Örlygur Hnefill

“Markmið okkar er að gera Ísland að miðstöð land- og geimkönnunar,” segir Örlygur Hnefill Örlygsson, forstöðumaður The Exploration Museum og hótelstjóri og bæjarfulltrúi á Húsavík.

“Hingað komu víkingar sem svo héldu áfram til Grænlands og vestur til Ameríku. Sömuleiðis komu hingað til æfinga þeir menn sem fyrstir gengu á Tunglinu og margir af heimskautaförunum undirbjuggu leiðangra sýna hér á landi. Það má því segja að Ísland hafi verið stökkpallur til merkustu könnunarferða í meira en þúsund ár”

“Þátttakendur eru frá Íslandi, Bretlandi, Indlandi, Sviss, Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Ítalíu og víðar að. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að hafa teygt sig lengra og hærra en flestir gera. Það verður gaman að heyra þeirra sögur”

“Það er eitthvað heillandi við þessa mannlegu þörf að fara alltaf hærra og lengra og því ætlum við að fagna á þessari hátíð”

Nánar um dagskrá hátíðarinnar og þátttakendur hér: http://www.explorationmuseum.com/festival/