Landeigendafélag Reykjahlíðar opnar vefinn Náttúrugjald.is

0
280

Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. kynnti um helgina fyrstu drög að nýrri vefsíðu LR ehf.  vegna fyrirhugaðar ,,Náttúrugjaldtöku,, inn á þrjú svæði í landi Reykjahlíðar í Mývatnssveit. Að sögn Ólafs H Jónssonar hjá LR ehf er Þetta liður í miklu stærra verkefni hjá LR ehf.  til að vernda náttúruperlur og standa fyrir nauðsynlegri uppbyggingu við þær í landi Reykjahlíðar. Á vefnum Náttúrugjald.is verður hægt að kaupa fyrirfram aðgang að náttúruperlum í landi Reykjahlíðar eftir páska eða í byrjun Maí. Frá og með 1. júní nk. hefst formleg innheimta á Náttúrugjaldinu inn á staðina

Náttúrugjald.is
Náttúrugjald.is

Samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram á Náttúrugjald.is sem er í stöðugri endurnýjun, kostar 800 krónur að skoða hvern og einn af þeim þremur stöðum sem innheimt verður fyrir í landi Reykjahlíðar: Þessir staðir eru Dettifoss, Hverir og Leirhnjúkur-Krafla. Ef keypt er aðgangur inn á alla staðina þrjá í einu, er veittur 25% afsláttur og kostar það þá samtals 1.800 krónur. Innifalið í kaupunum er frír aðgangur fyrir alla að Víti.

Skjáskot af vefnum
Skjáskot af vefnum

“Undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna inn á vinsælustu náttúruperlur Reykjahíðar í Mývatnssveit margfaldast. Nú eru svæðin við Hverina, Leirhnjúk-Kröflu og Dettifoss komin að hættumörkum og engan vegin sjálfbær. Því er nauðsynlegt að hefja uppbyggingu svæðanna ásamt því veita nýja þjónustu fyrir ferðamenn á viðkomandi svæðum. Um leið er náttúran sjálf höfð í fyrirrúmi. Náttúrugjaldinu verður varið til uppbyggingar veglegum þjónustumiðstöðvum með salernum, veitingaraðstöðu o.fl. Að auki verður allt öryggi ferðamanna bætt til muna. Lagðir verða margir kílómetrar af göngustígum, bæði úr malbiki og trjáviði. Útsýnispallar/útskot verða settir upp á ýmsum stöðum við náttúruperlurnar. Markmið er að allir þessi staðir veiti miklu betri þjónustu fyrir gesti en er í dag, ásamt því að náttúran verði sjálfbær að nýju”, segir á vefnum Náttúrugjald.is

Að sögn Ólafs hefur verið beðið í fjóra mánuði eftir svari frá RSK um hvort þessi innheimta sé virðisaukaskattskyld eða ekki.  Ef þetta verður VSK- skylt þá hlýtur slíkt að ganga fyrir alla ferðaþjónustu, því við álítum okkur vera að þjóna viðskiptavinum okkar og bæta öryggi þeirra.

www.náttúrugjald.is