Landbúnaðarverðlaunin í Stóru-Tjarnir

0
320

Landbúnaðarverðlaunin 2016 hlutu annars vegar sauðfjárbúið Hríshóll í Reykhólasveit og hins vegar bændurnir á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði í Þingeyjarsveit. Verðlaunin voru afhent á Búnaðarþingi sem hófst í Hörpu í dag.

Ásvaldur og Laufey
Ásvaldur og Laufey

Ábúendur á Stóru-Tjörnum eru Laufey Skúladóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson, en þar er blandaður búskapur með sauðfé og nautgripi. Laufey er fædd og uppalin á Stóru-Tjörnum, en Ásvaldur er frá Ökrum í Reykjadal. Meðalnyt á búinu hefur farið ört vaxandi, var 6.293 lítrar árið 2008, sama ár og nýtt fjós var tekið í notkun á bænum, var 7.491 árið 2014 og fór upp í 7.860 í fyrra. Alls eru þau með 54 kýr, 60 aðra nautgripi, 150 kindur, 5 hesta, 2 hunda og 7 bordercollie-hvolpa auk þess sem 10 hænsni eru þar einnig.

Sjá nánar á vef Bændablaðsins