Lánasamningur vegna Vaðlaheiðarganga undirritaður

0
199

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur undirritað  fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði.  Frá þessu er sagt á vef Vikudags á Akureyri.

Lánið er veitt á grundvelli
laga nr. 48/2012 um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og með samþykki Ríkisábyrgðasjóðs.

Upphæð lánsins er 8,7 milljarðar króna og með undirrituninni er fjármögnun verkefnisins tryggð.

 

Alþingi samþykkti í júní lög sem heimila að lána liðlega 8,7 milljarða króna til að standa straum af kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Allir pappírar frá hafa legið fyrir og hefur seinagangur hins opinbera verið harðlega gagnrýndur af heimafólki og þingmönnum kjördæmisins.

ÍAV átti lægsta tilboð í gerð ganganna ásamt svissneska fyrirtækinu Matri, tilboðið hljóðaði upp á 8,8 milljarða króna. Sú tala hefur væntanlega hækkað, þar sem tilboðið er orðið eins árs gamalt.