Lagning á ljósleiðara í Þingeyjarsveit hefst í byrjun ágúst

0
392

Fyrirtækið Tengir hf. á Akureyri mun hefjast handa við ljósleiðaralagningu í Þingeyjarsveit í byrjun ágúst. Að sögn Gunnars Björns Þórhallssonar framkvæmdastjóra Tengis hf verður byrjað að plægja ljósleiðarann niður við Hjarðarholt/Draflastaði í Fnjóskadal og þaðan plægt suður að Fnjóskárbrú og síðan áleiðis vestur í Ljósvatnsskarð og í framhaldinu norður í Kinn, austur í Aðaldal og svo suður í Reykjadal.

Ljósleiðari í Þingeyjarsveit. (smella á til að stækka)
Ljósleiðari í Þingeyjarsveit. (smella á til að stækka)

Undirbúningur er þegar hafin að merkingu leiða fyrir ljósleiðarann og að fá leyfi hjá landeigendum og væntanlegum notendum til þess að fara í gegnum þeirra land með hann. Að sögn Gunnars gengur það vel, enda hafa margir íbúar í Þingeyjarsveit beðið mjög lengi eftir alvöru netsambandi, en það hefur víða verið afskaplega lélegt í Þingeyjarsveit til þessa.

Byrjað verður að plægja ljósleiðarann niður með einni vél, en um miðjan ágúst verður farið af stað með aðra vél til að vinna verkið hraðar. Minni frágangsvélar elta síðan plægingarvélarnar til að slétta og jafna út plógfarið. Þrjár aðrar og minni vélar verða svo notaðar til að grafa niður heimtaugarnar heim á hvern bæ fyrir sig.

Eins og fram kom á kynningarfundum sem haldnir voru fyrir íbúa í júní og júlí er ætlunin að vinna verkið í þremur áföngum.

Áfangi 1. smella á til að stækka
Áfangi 1. (smella á til að stækka)

 

1. Áfangi

 • Byrjað við Fnjóskabrú og farið norður Fnjóskadal að Hjarðarholti að vestan og Hallgilsstöðum að austan.
 • Farið í átt að Krossi og norður Köldukinn að Engihlíð að vestan og Tjörn að austan.
 • Farið suður Aðaldal/Reykjadal að Laxárvirkjun að austan og Lyngbrekku að vestan.

 

 

 

Áfangi 2.(smella á til að stækka)
Áfangi 2.(smella á til að stækka)

 

2. Áfangi.

 • Fnjóskadalur kláraður.
 • Kaldakinn/Útkinn og Aðaldalur klárað.
 • Reykjadalur og Láxárdaldur kláraðir.

 

 

 

 

Áfangi 3. (smella á til að stækka)
Áfangi 3. (smella á til að stækka)

3. Áfangi.

 • Allir bæir sunnan við Arnastapa, Vatnsenda, Holtakot, Hriflu, Fljótabakka og Kvígindisdal, með þeim meðtöldum. Allur Bárðardalurinn.

 

 

 

 • Fjöldi tengistaða 2016-2018
 • Styrkhæfar fasteignir: 250 stk.
 • Aðrar fasteignir: u.þ.b. 179 stk.
 • Frístundarhús: u.þ.b. 266 stk.
 • Lengd lagningar u.þ.b. 372 km

Gunnar Björn sagði í spjalli við 641.is að hugsanlega verði ljósleiðarinn plægður niður til fleiri notenda á þessu ári en gert sé ráð fyrir í fyrsta áfanga. Ef haustið verður gott þá verður líklega haldið áfram alveg þangað til að vetur skellur á og ekki verður hægt að plægja lengur vegna snjóa og frosts. Þegar vetur verður skollinn á hefjast tengingar innanhúss hjá notendum og gangi allt eftir ættu þeir að vera komnir í ljósleiðarasamband fyrir áramót.

Allar nánari upplýsingar um lagningu ljósleiðara í Þingeyjarsveit, kostnað og ýmis tæknileg atriði má skoða í skjalinu hér fyrir neðan.

Minni Ljósleiðari – kynning Ýdalir 21.06.2016