Kýrnar á Stórutjörnum mjólkuðu næst mest allra á landinu

0
139

Kýrnar á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði mjólkuðu næst mest allra kúa á landinu árið 2013, en niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2013 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafamiðstöðvar Landbúnaðarins. Kýrnar þeirra Laufeyjar Skúladóttur og Ásvaldar Þormóðssonar mjólkuðu alls 7.524 kg á árinu, en kýrnar á Brúsastöðum í Vatnsdal, A-Hún. mjólkuðu mest allra, eða 7.693 kg.

Nythæð 2014
Nythæstu búin árið 2013(smella á mynd til að skoða stærri útgáfu.)

Kýr númer 339 frá Fremstafelli í Þingeyjarsveit mjólkaði mest allra af kúm í Þingeyjarsýslu, eða 11.223 kg og varð hún í 6. sæti yfir allt landið. Sjá allan listann hér

Nythæstu kýrnar árið 2013
Nythæstu kýrnar árið 2013 (smella á til að skoða stærri mynd)

Þeir framleiðendur sem skiluðu afurðaupplýsingum á árinu voru 584 en á síðasta ári voru þeir 587. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 22.509,1 árskýr skilaði 5.621 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 15 kg frá árinu 2012 en þá skiluðu 22.879 árskýr meðalnyt upp á 5.606 kg. Mestar meðalafurðir nú voru í Skagafirði 5.976 kg eftir árskú. Sama var uppi á teningnum eftir árið 2012 en þá var meðalnytin einnig mest þar, 6.095 kg. Meðalbústærð reiknaðist 38,5 árskýr á árinu 2013 en sambærileg tala var 38,9 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 52,8 kýr en 2012 reiknuðust þær 53,3. 

Hér má skoða allar helstu niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt.