Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014 hafa verið reiknaðar og birtar á vef rml.is. Kýrnar hjá Ásvaldi og Laufey á Stóru-Tjörnum sem var næst afurðahæsta búið í fyrra fyrir allt landið, mjólkuðu 7.491 kg að meðaltali á árinu 2014, eða mest allra héraði og urðu þau í 9. sæti yfir allt landið núna. Kýrnar í Hriflu mjólkuðu 7.270 kg á árinu 2014 sem skilaði Hriflubúinu 16. sætinu yfir allt landið og öðru sæti í héraði. Þriðja afhurðahæsta búið í héraði var Ingjaldsstaðabúið, en kýrnar þar mjólkuðu 6.782 kg. Þessar upplýsingar má sjá á vef rml.is

23.861,3 árskýr yfir allt landið skiluðu 5.721 kg nyt að meðaltali. Það er hækkun um 100 kg frá árinu 2013. Meðalbústærð reiknaðist 41,2 árskýr á árinu 2014 en sambærileg tala var 38,5 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 54,2 kýr en 2013 reiknuðust þær 52,8.
Eftirtalin kúabú í héraði þar sem meðalafurðir voru yfir 6.000 kg, má sjá hér fyrir neðan.
Stóru-Tjarnir 7.491
Hrifla 7.270
Ingjaldsstaðir 6.782
Vogar 1 6.740
Baldursheimur 1 6.609
Hrafnstaðir 6.525
Úlfsbær 6.513
Lyngbrekka 6.484
Sólvangur 6.300
Helluland 6.270
Fljótsbakki 6.237
Böðvarsnes 6.237
Fornhólar 6.198
Brún 6.183
Litlu-Reykir 6.138
Múli 1 6.103
Búvellir 6.088
Kvíaból 6.076
Kýr sem mjólkuðu yfir 8000 lítra á árinu 2014