Kýr fara inn

0
192
Gott veður undanfarna daga hefur orðið til þess að sumir bændur hafa haft 
kýr sínar úti þar sem enn er til grænfóður eða önnur beit. 
Á sumum bæjum hafa kýr staðið inni í meira en mánuð, sérstaklega 
í innsveitum þar sem hretið var verst og sumsstaðar eyðilagðist grænfóður.
Kýrnar á Laxamýri.

Búast má við kaldari dögum á næstunni ef marka má veðurspár og þá er 
líklegt að kýr fari á innistöðu, en sjaldgæft er að kýr í Suður-Þingeyjarsýslu séu 
úti eftir 20.okt.
Á myndunum má sjá kýr á Laxamýri í grænfóðri nú um helgina, en þar gæða 
kýrnar sér á vetrarrepju og höfrum á haustin. Eins og sjá má eru hafrarnir 
orðnir vel sprottnir, en samt góðir á bragðið.
Texti og myndir: Atli Vigfússon.

Laxamýrarkýr