Kynningarfundur vegna skipulags á Kárhóli

0
112

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar boðar til almenns kynningarfundar á Breiðumýri n.k. þriðjudag 3. febrúar kl 17:00. Kynntar verða tillögur að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir rannsóknarhús á jörðinni Kárhóli í Reykjadal, þar sem rekin verður vísindamiðstöð og gestastofa fyrir ferðamenn með upplýsingum og kynningum m.a. tengdum norðurljósum. Þetta kemur fram á vef Þingeyjarsveitar

Kárhóll í Reykjadal.
Kárhóll í Reykjadal.

Tillögurnar verða kynntar eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um. Jafnframt verða kynntar tillöguteikningar af hinu nýja rannsóknarhúsi. Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar.