Kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar Svartárvirkjunar á mánudaginn

0
218

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar boðar til almenns kynningarfundar í Kiðagili í Bárðardal mánudaginn 21.september kl. 16:30. Kynntar verða tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir nýja vatnsaflsvirkjun í Svartá í Bárðardal.

Svartárvirkjun-skýringamynd
Svartárvirkjun-skýringamynd

 

Skipulagsráðgjafar og væntanlegir eigendur virkjunarinnar munu útskýra tillögurnar og svara fyrirspurnum. Tillögurnar verða kynntar eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar

Sjá nánar hér