Kynningarfundur um starfsemi Seiglu á morgun

0
168

Seigla – miðstöð sköpunar býður aftur til kynningarfundar á starfsemi sinni og Þekkingarnets Þingeyinga og nú einnig Matarskemmunni og verkefninu Heimaslóð, miðvikudaginn 30. mars og hefst kl. 11 í Seiglu – miðstöð sköpunar á Laugum.

Seigla - miðstöð sköpunar
Seigla – miðstöð sköpunar

Markmiðið er tengjast betur atvinnulífinu í Þingeyjarsveit og kynna þá umgjörð sem Seigla – miðstöð sköpunar er og hvernig sú umgjörð getur stutt við atvinnuþróun og nýsköpun í sveitarfélaginu. Þekkinganet Þingeyinga mun kynna leiðir í námskeiðahaldi í samstarfi við vinnustaði og fyrir atvinnulífið ásamt möguleikum á samstarfi um rannsóknar- og þróunarverkefni. Matarskemman mun kynna starfsemi sína og fjölbreytta möguleika til vinnslu ýmissa matvæla. Einnig verður kynnt framvinda verkefnisins Heimaslóð – verkefni BSSÞ um eflingu búskaðar í Héraði.

 
Kynningin er miðvikudaginn 30. mars og hefst kl. 11 í Seiglu – miðstöð sköpunar á Laugum. Áætlað er að kynningin standi í um 50 mínútur. Að henni lokinni er boðið uppá léttar veitingar. Vinsamlegast látið vita um þátttöku 29. mars á netfangið anita@thingeyjarsveit.is mtt. veitinga.

Anita Karin Guttesen, verkefnastjóri Seiglu – miðstöð sköpunar