Kynningarfundur um sameiningu leiðbeiningarþjónustu bænda

0
78

Þriðjudaginn 23. október kl: 20:30 verður kynningarfundur á Breiðumýri um væntanlega sameiningu leiðbeiningarþjónustunnar. Haraldur Benediktsson og Þórarinn Pétursson koma á fundinn.

Haraldur Benediktsson

Í kjölfar kynninganna verða umræður í hópum og að þeim loknum fyrirspurnir.

Geta Búnaðarsamböndin sinnt sínum verkefnum á 20% af núverandi tekjum eins núna er stefnt að?
Er kostur að aðskilja leiðbeiningarþjónustuna og félagskerfið?
Hvað verður um starfstöðina á Húsavík ?

Viljum við eindregið hvetja bændur til að mæta á fundinn.

Stjórn BSSÞ