Kynningarfundur um Norðurljósarannsóknarstöðina á Kárhóli á mánudag

0
104

Aurora Observatory, í samstarfi við RANNIS og Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, boða til kynningarfundar um Norðurljósarannsóknarstöðina á Kárhóli í Reykjadal nk. mánudagskvöld. Kynningarfundurinn ber yfirskriftina, Alþjóðlegt vísindasamstarf í Reykjadal og fer kynningarfundurinn fram í félagsheimilinu á Breiðumýri mánudaginn 24. mars kl. 20:00.

Kárhóll í Reykjadal.
Kárhóll í Reykjadal.

Að sögn Reinhards Reynissonar hjá Aurora Observatory er ætlunin að kynna á fundinum tilurð og tilgang þessa vísinda samstarfs og  farið veðrur yfir stöðuna í uppbyggingu á aðstöðunni á Kárhóli. Gunnlaugur Björnsson frá Raunvísindastofnum og Þorsteinn Gunnarssaon fra RANNÍS muna kynna aðkomu RANNÍS og Raunvísindastofnunar að Norðurljósarannsóknarstöðinni á Kárhóli.

Reinahard hvetur alla áhugasama til þess að koma á fundinn og kynna sér áformin sem eru fyrirhuguð í Norðurljósarannsóknarstöðinni á Kárhóli.