Kynningarfundur hjá Rauða krossinum í kvöld

0
215

Rauði krossinn í Þingeyjarsýslu verður með kynningarfund fyrir íbúa á starfssvæði deildarinnar sunnan og vestan Húsavíkur. Fundurinn verður haldin á Narfastöðum í kvöld, fimmtudaginn 5. mars og hefst kl. 20. Þetta verður léttur fundur þar sem fjallað verður um hlutverk Rauða krossins og farið yfir helstu verkefni sem deildin er að sinna.

Skyndihjálparhópur Rauðakrossins á Norðurlandi á Evrópumóti í skyndihjálp í Liverpool 2008.
Skyndihjálparhópur Rauðakrossins á Norðurlandi á Evrópumóti í skyndihjálp í Liverpool 2008.

Eitt hlutverka Rauða krossins er að sinna neyðarvörnum þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða stórslysa. Það hefur heilmikið mætt á deildinni undanfarna mánuði í því ástandi sem staðið hefur yfir vegna óróa í kringum Bárðarbungu. Á fundinum gefst tækifæri til að fræðast um þá vinnu sem deildin hefur verið að vinna í tengslum við neyðarvarnir.

Allir eru hjartanlega velkomnir sem áhuga hafa á að kynna sér starf Rauða krossins, segir í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum í Þingeyjarsýslu.