Kynningarfundur fyrir íbúa Þingeyjarsveitar

0
60

Boðað er til kynningarfundar miðvikudaginn 30. apríl kl. 16:00 að Ýdölum.  Markmið fundarins er að kynna íbúum sveitarfélagsins  fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins á Þeistareykjum.

logo Þingeyjarsveit

Dagskrá:

1.       Sveitarstjóri, Dagbjört Jónsdóttir setur fund.
2.       Oddviti, Ólína Arnkelsdóttir gerir grein fyrir samstarfi Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar um Þeistareykjaverkefnið.

 

3.       Fulltrúar Landsvirkjunar kynna undirbúningsframkvæmdir sem ráðist verður í nú í sumar.
4.       Fyrirspurnir og umræður að loknu kaffihléi.

Allir velkomnir – sveitarstjóri.