Kynningarfundi frestað til 10. desember vegna veðurs

0
83

Kynningarfundum um breytt fyrirkomulag sorphirðu sem halda átti 1. og 2. desember verður frestað vegna veðurs. Þess í stað verður einn fundur haldinn í Félagsheimilinu Ljósvetningabúð, fimmtudaginn 10. desember kl. 20:00.

Úrgangsmál þing

 

Á fundinum munu fulltrúar frá Gámaþjónustu Norðurlands segja frá innleiðingu á nýju flokkunar- og endurvinnslukerfi og svara fyrirspurnum. Upplýsingabæklingur er nú þegar aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins um úrgangsmál og endurvinnslu. Bæklingurinn hefur einnig verið sendur út til allra íbúa.

Íbúar eru eindregið hvattir til að mæta, fá svör við fyrirspurnum og hafa tækifæri á að koma sínum skoðunum á framfæri. Sveitarstjóri.