Kynjaverur á Jónsmessunótt – Hulduheimar og heimboð í Dimmuborgum við Mývatn

0
402

Á Jónsmessunótt er talið að skilin milli mannheima og heima kynjavera séu minni en aðrar nætur og því meiri líkur á að hitta hverskyns verur eins og álfa, huldufólk eða jafnvel jólasveina.

Björg
Björg

Í Dimmuborgum í Mývatnssveit mun andi hins yfirnáttúrulega ríkja á Jónsmessunótt. Þar mun hún Björg sem býr með huldufólki bjóða gestum í heimsókn á Hallarflötina til að uppgötva þá leyndardóma hulduheima sem leynast í hennar heimabyggð. Björg fræðir gesti um huldufólkið sem býr á svæðinu og hvernig lífi þeirra er háttað.

Jólasveinarnir í Dimmuborgum verða með heimboð, þar sem þeir bjóða gestum í heimsókn í helli sem þeir búa í, í Dimmuborgum. Þar verður mikil gleði þar sem jólasveinarnir spjalla, syngja og segja sögur. Til að hjálpa gestum að finna hellinn verða sett upp skilti í Dimmuborgum sem vísa veginn.

 

Jólasveinar
Jólasveinar

 

 

Björg og Jólasveinarnir í Dimmuborgum hvetja alla til að taka nóttina frá og koma í heimsókn í Dimmuborgir í Mývatnssveit.

 

 

 

 

 

Nánari upplýsingar um verð og tíma er að finna á facebook eða á www.visitmyvatn.is

Góða skemmtun!

Verkefnin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Skútustaðahreppi.