Kvöldvaka í Lundarbrekkukirkju

0
93

Kvöldvaka verður í Lundarbrekkukirkju sunnudagskvöldið 25. nóvember kl. 20.30.  Hjalti Jónsson söngvari syngur vel valin lög við undirleik Dagnýjar Pétursdóttur organista, en þess skal getið að þau eru bæði húnvetningar.

Úr Lundarbrekkukirkju

 

 

Bárðdælingurinn og skógarbóndinn Jónas Sigurðarson á Lundarbrekku ll segir sögur úr dalnum og sr. Bolli flytur hugleiðingu.  Þá verða kertaljós og stemmning.

“Við skulum vona að veðrið leyfi okkur að halda notalega kvöldvöku í Lundarbrekkukirkju svona skömmu fyrir aðventubyrjun” sagði sér Bolli Pétur Bollason í samtali við 641.is í dag.