Kvöldstund í Ljósavatnskirkju

0
253

Á þessu ári eru 120 ár síðan Ljósavatnskirkja  var vígð. Kirkjan var bændakirkja byggð af Birni Jóhannsyni þáverandi bónda á Ljósavatni, hann var langafi núverandi ábúenda. Þessa var minnst með fallegri og vel sóttri dagskrá í Ljósavatnskirkju að kvöldi 30. júní. Þar var blandað saman tónlist og hugleiðingu. Flutt voru lög eftir þá Mýrarmenn Pál H. Jónsson og Áskel Jónsson, Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum og Björgu Björnsdóttur frá Lóni. Þær Margrét Snorradóttir, Hrund Hlöðversdóttir, Dagný Pétursdóttir og Kristín María Hreinsdóttir sungu þessi fallegu lög, mjög vel. Daníel Þorsteinsson lék undir á gamla orgelið. Séra Bolli Pétur Bollason flutti hugleiðingu á milli tónlistaratriða og talaði um trú, von og kærleika, auk þess að segja sögu kirkjunnar. Frítt var inn en tekið var við frjálsum framlögum sem fara til viðhalds á kirkjunni. Þetta var góð og gefandi kvöldstund.

talið frá vinstri: Kristín María, Dagný, Hrund, Margrét og Daníel.
talið frá vinstri: Kristín María, Dagný, Hrund, Margrét og Daníel.

 

 

 

 

 

 

 

Þann 31. ágúst verður sama dagskrá flutt í Þorgeirskirkju og þá renna frjáls framlög til tónlistarsjóðs Þorgeirskirkju.

Ljósavatnskirkja
Ljósavatnskirkja